top of page
Margrét Hrafnsdóttir

Íslenska

Margrét Hrafnsdóttir tekur virkan þátt í tónleikahaldi hér á landi og hefur frumflutt lög eftir m.a. Ingibjörgu Azima, Oliver Kentish og Steingrím Þórhallsson.
Hún hefur hlotið styrk hjá Wagnerfélaginu í Stúttgart og Hlaðvarpanum, Tónlistarsjóði og einnig hlotið Listamannalaun. Margrét hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Danmörku og Svíþjóð með efnisskrám sem spanna allt frá sjaldheyrðum verkum að þjóðlögum og margbreytilegri og dramatískri leikhús- og óperutónlist.

2007 gaf hún út ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur, sellóleikara geisladiskinn „Hjartahljóð“, íslensk þjóðlög. 2015 kom út diskurinn „Vorljóð á Ýli“ með þeim lögum eftir Ingibjörgu Azima í útsetningum fyrir óvenjulega kammersveit með fagotti, harmonikku, klarinetti, kontrabassa og sellói. 
Í október sl kom út diskurinn „LOGN“ einnig með tónlist eftir Ingibjörgu. Margrét hefur einnig sungið hlutverk í íslenskum óperum, m.a hlutverk Freyju í Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson og Nornina í Ár og Öld, óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur og mun í október nk frumflytja óperuna/söguljóðið „Urta“ eftir Ingibjörgu Azima við texta Gerðar Kristnýjar og 2026 frumflytja óperuna/einleikinn „Medea“ eftir Arngerði Maríu Árnadóttur.

©by Margrét Hrafnsdóttir, soprano

   mhrafnsdottir75@gmail.com

Margrét Hrafnsdóttir
Wagner Soprano
Strauss Soprano
Dramatic Soprano

​Margrét Hrafnsdóttir, soprano - Webside For Artist

  • images (4)_edited
  • Facebook
  • YouTube
bottom of page